Fréttir

Breyttur opnunartími

Breyttur opnunartími frá 6. apríl 2021

Vegna manneklu og fyrirhugaðra breytinga innanhúss mun opnunartími verslunarinnar breytast þann 6. apríl n.k.

Fyrirhugað er að stækka verslunina inn í rýmið þar sem Vínbúðin var áður og setja ný gólfefni á alla verslunina. Þetta mun hafa verulegt rask í för með sér og ekki hægt að framvkæma á opnunartíma verslunarinnar. Við höfðum því tvo kosti, að loka verlsuninni tímabundið og vinna þetta hratt og vel eða nýta kvöldin og helgarnar til framkvæmda.

Til að skerða ekki þjónustuna um of tókum við seinni kostinn.

Frá 6. apríl n.k. verður því opnunartíminn sem hér segir:

Mánudagar til fimmtudags: 09.00 til 18.00 (var 08-19.00)

Föstudagar: 09.00 til 19.0 (var 08-19.00)

Laugardagar: 11.00 til 16.00 (var 11.00-18.00)

Sunnudagar: LOKAÐ-LOKAÐ (var 11.00-16.00)

Auglýsing um páskaopnun og páskatilboð kemur bráðlega.

Vinsamlegast deilið fyrir okkur.

Kveðja, starfsfólk Fjölvals.