Eftirréttir, Hádegismatur, Kvöldmatur, Súpur og salat, Uppskriftir

Innbakaður lax

Innbakaður lax

Recipe by VefstjóriCourse: Uppskriftir
Fyrir

4

manns
Undirbúningur

30

minutes
Eldun

40

minutes
Hitaeiningar

300

kcal
Samtals tími

1

hour 

10

minutes

Komst í smá stuð í gærkvöldi og eldaði þennan yndislega rétt fyrir fjölskylduna.

Innihald

  • 600 g lax, roðflettur og beinlaus

  • 1 stk  eggjarauða, hrærð út í örlítilli mjólk

  • hunang, salt, pipar, smjördeig (keypt tilbúið), sætt sinnep og koníak

  • Rauðvínssósa
  • 200 g smjör (við stofuhita)

  • 1 dl rauðvín

  • 4 stk skalotlaukar

  • 1 1/4 dl rjómi

  • salt og pipar

Leiðbeiningar

  • Smyrjið laxinn með hunangi og sinnepi og kryddið hann með salti og pipar.
  • Skafið mestan kryddlöginn af fiskinum og pakkið honum inn í smjördeigið (einn böggull á mann). 
  • Pennslið bögglana með eggjahrærunni og bakið við 180°C þar til þeir eru gullin brúnir.
  • Forðist að opna ofninn á meðan bakstri stendur.
  • Rauðvínssósan
  • Steikið laukinn við vægan hita.
  • Hellið rauðvíninu yfir og látið sjóða niður.
  • Bætið rjómanum út í og látið suðuna koma upp. Smakkið til með salti og pipar.
  • Takið pottinn af hellunni og hrærið smjörinu út í rétt áður en laxinn er borinn fram.

Myndband

Annað

  • Skjöldur vinur minn sendi okkur nokkur laxastykki frá Odda og þá var sjálfsagt að skella í smá veislu.