Hér er að finna þá skilmála sem gilda þegar þú kaupir vörur í vefverslun Smáulindar ehf kt. 500804-2460, sem rekur verlunina Fjölval að Þórsgötu 10 á Patreksfirði og vefverlsunina www.60.is.

Við skuldbindum okkur til að birta í vefverslun okkar eins greinargóðar lýsingar og okkur er unnt á þeim vörum sem eru þar til sölu og birta eftir föngum einnig lýsandi ljósmyndir af þeim. Hverri vörulýsingu fylgir vörunúmer sem ræður því hvaða vara er seld hverju sinni.

Ef þú kaupir vöru í vefverslun okkar og staðfestir kaupin með því að greiða fyrir þau með greiðslukort þínu, sem skuldfærsla tekst á fyrir söluverði og eftir atvikum sendingarkostnaði, þá kemst þar með á samningur milli þín og okkar um kaup á þeirri vöru sem svarar til þess vörunúmers sem þú valdir í vefversluninni. Skuldfært söluverð inniheldur virðisaukaskatt og allan annan aukakostnað okkar af að bjóða þér vöruna til kaups, fyrir utan sendingarkostnað, þar sem hann á við (sjá hér að neðan).

Um slíka samninga og viðskipti okkar að öðru leyti gilda lög um neytendakaup, nú nr. 48/2003, að teknu tilliti til skilmála þessara.

Okkur er ekki skylt að afhenda eða senda þér vöru fyrr en skuldfærsla fyrir kaupunum hefur tekist á uppgefið greiðslukort þitt.

Við berum ekki ábyrgð á að vara sem þú kaupir í vefversluninni:

  • henti í einhverjum ákveðnum tilgangi, til dæmis sem þú ætlaðir að nota vöruna í,
  • hafi einhverja tiltekna eiginleika til að bera svo sem varðandi endingu sem ekki koma sérstaklega fram í lýsingu á vörunni í vefversluninni eða
  • verði afhent í einhverjum sérstökum umbúðum sem ætlaðar eru til að varðveita eða vernda vöruna.

Þú getur komið og sótt, þér að kostnaðarlausu, þær vörur sem þú hefur keypt í vefversluninni eða fengið þær sendar heim á Patreksfirði. Ef þú óskar eftir að við sendum þér vörur sem þú kaupir hjá okkur þá kaupum við ekki tryggingar vegna flutnings þeirra til þín. Fjölval annast útkeyrslu á vörunum og jafnan eru vörur afhentar samdægurs á virkum dögum ef keypt er fyrir kl. 13:00 en vörur sem keyptar eru eftir þann tíma á föstudögum eru jafnan keyrðar út á mánudegi. Þó að stefnt sé að afhendingu innan sólarhrings getur það dregist, svo sem vegna óvenjumikils álags eða annarra óviðráðanlegra ástæðna. Sendingarkostnaður er 500 kr. fyrir hver vörukaup.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Eftir að þú hefur keypt hjá okkur fatnað eða sérvöru (t.d. leikföng, búsáhöld eða snyrtivörur þar sem innsigli hefur ekki verið rofið) hefur þú 14 daga til að skila henni í verslun okkar, að því tilskildu að varan hafi ekki verið notuð, henni sé skilað í góðu lagi í upprunalegum umbúðum og að greiðslukvittun fylgi með. Ekki er þó hægt að skila nærfatnaði, sökkum, sokkabuxum þar sem innsigli hefur verið rofið, matvöru, hreinlætisvöru eða útsöluvöru. Ef þú ákveður að endursenda vöru sem heimilt er að skila þá berð þú ábyrgð á og kostnað af því nema þú hafir fengið ranga eða skemmda vöru afhenta.

Endursendingar á vörum verður að fara fram innan 14 daga frá móttöku eða áður en síðasti neysludagur er runnin upp samkv. merkingu á umbúðum, þar sem það á við og þurfa að berast á þetta heimilisfang: Smáalind efh (verslunin Fjölval) Þórsgötu 10 450-Patreksfirði.

Trúnaður

Smáalind ehf biður aðeins um þær upplýsingar, sem nauðsynlegar eru vegna greiðslu fyrir vöruna og sendingar. Fullum trúnaði er heitið um allar upplýsingar frá kaupanda í tengslum við viðskiptin. Engar upplýsingar eru afhentar þriðja aðila, nema þær sem nauðsynlegar eru við að koma vörunni til skila, þ.e. heimilisfang og símanúmer.

Um fyrirtækið

Smáalind ehf
Þórsgötu 10
450 Patreksfirði
Kt.: 500804-2460
VSK: 84538
smaalind@simnet.is
sími: 456 1545
fax: 456 1177

Lög og varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur netverslun Smáalindar ehf á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.