Svona er þjóðvegur 60 þann 22/3 2017

 

Vestfirðingar hafa um áratugaskeið barist fyrir bættum vegsamgöngum um sunnanverða Vestfirði. Loksins þegar tekin hafði verið ákvörðun um framkvæmdir við lokaáfanga leiðarinnar um Gufudalssveit, frá Bjarkalundi til Flókalundar, ákvað samgöngu- og sveitastjórnaráðherra skyndilega og upp úr eins manns hljóði að ógilda fyrri ákvörðun með þeirri skýringu að fjármagn væri ekki fyrir hendi. Þessa ákvörðun tók ráðherrann án nokkurs samráðs við þingmenn kjördæmisins eða Alþingi yfir höfuð.

Íbúar á Vestfjörðum senda nú ákall til allra landsmanna um að skrifa undir áskorun til ríkisstjórnar Íslands og Alþingis þess efnis að staðið verði við þau fyrirheit sem gefin voru fyrir síðustu alþingiskosningar hvað varðar boðaðar framkvæmdir í vegsamgöngum í Gufudalssveit. Því verði framkvæmdirnar þegar boðnar út um leið og framkvæmdaleyfi liggi fyrir. 

Mikið er í húfi.  Byggð á sunnanverðum Vestfjörðum á allt sitt undir því að helsta lífæð samfélaganna til höfuðborgarsvæðisins byggist á heilsársvegi í ætt við aðra helstu þjóðvegi landsins. Leiðin um Ódrjúgsháls og Hjallaháls er með hættulegri fjallavegum landsins og gjarnan farartálmi um vetur. Krafan er einföld. Hnekkið ákvörðun ráðherra og tryggið fjármagn til þessara framkvæmda strax.

Samtals skráningar:

Skrifaðu undir