Fréttir

Uppskrift – innbakaður lax.

Komst í smá stuð í gærkvöldi og eldaði þennan yndislega rétt fyrir Elvu Mjöll, Gunnhildi og mig.

Skjöldur vinur minn sendi okkur nokkur laxastykki frá Odda og þá var sjálfsagt að skella í smá veislu.

Núna er forritarinn okkar að útbúa viðbót við vefinn sem er uppskriftasíða, þar munum við birta uppskriftir og góð ráð fyrir eldamennskuna.

Vonandi verðum við komin í loftið fyrir 1. des og getum varið að setja inn jólauppskriftir og ráð fyrir jóla eldamennskuna.