Verslunin Fjölval

Verslunin þjónustar allt suðursvæði Vestfjarða, þ.e. Bíldudal, Tálknafjörð og Patreksfjörð ásamt dreyfbýli.

Verslunin Fjölval er rekið af Smáulind ehf. sem er fjölskyldufyrirtæki í eigu hjónanna Gunnhildar Þórisdóttur og Hauks Más Sigurðarsonar og dóttur þeirra Elvu Mjöll Hauksdóttur sem jafnframt er verslunarstjóri.

Fjölval varð til 25. nóvember árið 2005 við kaup á húsnæði og verslunarhluta Byggingafélagsins Byggis á Patreksfirði.

Fyrir rak félagið söluskála N1 á Patreksfirði en seldi þann rekstur í maí 2009 til þess að geta einbeitt sér að rekstri Fjölvals.

Upphaflega var verslunin mjög blönduð, þ.e. að vöruframboð var mjög vítt, matvara, leikföng, gjafavara, málningarvara, byggingarvara og margt fleira. Nú er aðaláherslan á matvöru.

Verslunin þjónustar allt suðursvæði Vestfjarða, þ.e. Bíldudal, Tálknafjörð og Patreksfjörð ásamt dreyfbýli.

Vörusendingar koma daglega virka daga vikunnar og stundum um helgar og eru nánast allir okkar vöruflutningar í gegnum Nönnu ehf sem hefur þjónustað okkur öll árin. Auk þess fáum við brauðmeti með flugi daglega og mjókurvörur með mjókurbíl tvisvar í viku.

Smáalind ehf
Þórsgötu 10
450 Patreksfirði
Kt.: 500804-2460
VSK: 84538
smaalind@simnet.is
sími: 456 1545
fax: 456 1177