Fréttir

Coviid vinnureglur í Fjölval. Grímuskilda starfsmanna.

Áður en opnað er og endurtaka oft yfir daginn:

  • Spritta hurðarhúna að utan og innan.
  • Spritta snertifleti á kössum og lyklaborðum.
  • Spritta handföng á körfum og kerrum.

Yfir daginn:

Allir starfsmenn setji upp einnota hanska og grímur  (þarf að spritta þá nokkrum sinnum yfir dagin?

Sjá til þess að spritt og klútar séu til staðar við inngang verslunar og á kössum (skoða með andlitsgrímur síðar).

Einn starfsmaður þarf að taka strax við körfu eða kerru þegar viðskiptavinur hefur tæmt hana og spritta handföng vel. Einnig að spritta hurðarhúna reglulega að utan og innan.

Aðeins einn starfsmaður fer á kaffistofuna í einu og hann vaskar upp eftir sig drykkjarílát og sprittar eldhúsborð.

Starfsmenn haldi mátulegri fjarlægð á milli sín yfir daginn.

Óheimilt er að hleypa viðskiptavinum á salerni.

Ef fleiri en 15 koma í búðina í einu skal reyna að láta þá dreifa sér um búðina og hafa að minnsta kosti 2 metra á milli þeirra í biðröð (á einnig við um biðröð við kassana).

Setja upp aðvörunarskilti um að fólk spritti sig og að fjarlægðin sé á ábyrgð viðskiptavinanna og óska eftir að viðskiptavinir sýni þolinmæði á meðan þetta ástand varir.

Hafi starfsmaður grun um að hann sé að veikjast þá skal hann skilyrðislaust hafa samband við sóttvarnateymi og bera undir það hvort þörf sé á sýnatöku: Þetta er dauðans alvara.